fimmtudagur, 13. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Niðurstöður loðnumælingar væntanlegar fyrir helgina

21. janúar 2016 kl. 10:00

Frá loðnurannsóknum á Árna Friðrikssyni á dögunum. Gerður Pálsdóttir rannsóknamaður að störfum. (Mynd: Guðm. Bjarnason)

Engin meginganga eins og gjarnan hefur verið áður.

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk í fyrranótt mælingu á loðnustofninum sem staðið hefur að undanförnu. Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar segir í Fiskifréttum í dag  að ekkert sé hægt að upplýsa um magnið sem mældist eða væntanlega aflaheimild því eftir sé að reikna út niðurstöður úr mælingunni og máta hana við aflareglu. Hann vonast til þess að unnt verði að tilkynna útkomuna fyrir helgina. 

„Það eina sem ég get sagt á þessari stundu er að við teljum að rannsóknaskipið hafi náð nokkuð vel utan um verkefnið. Einhverjar loðnuhreytur sáust mjög víða, en ekki nein meginganga eins og gjarnan hefur verið áður. Þetta ástand er meira í líkingu við það sem við upplifðum í fyrra og höfum grun um að hafi ríkt í hittifyrra. Loðnan er mun vestlægari á þessum tíma en við eigum að venjast og bara lítill hlut hennar kominn norðaustur úr Langanesi,“ segir Þorsteinn.