miðvikudagur, 22. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Níu forstjórar síðan árið 2004

31. október 2014 kl. 11:08

Tíð forstjóraskipti hjá Icelandic Group.

Í tilefni af því að tilkynnt hafa verið forstjóraskipti hjá Icelandic Group rifjar alþjóðlegi sjávarútvegsvefurinn Undercurrentnews.com upp að Árni Geir Pálsson sé níundi forstjóri fyrirtækisins frá árinu 2004. 

Það var árið 2004 sem Þórólfur Árnason tók við af Gunnari Svavarssyni sem forstjóri en Gunnar hafði gengt því starfi frá árinu 1999. 

Þórólfur stoppaði stutt við og tók Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, þá stjórnarformaður fyrirtækisins, við forstjórastarfinu í nokkra mánuði þar til Björgólfur Jóhannsson var ráðinn í mars 2006. Þegar Björgólfur hætti og gerðist forstjóri Icelandair Group tók Magnús Þorsteinsson, þá stjórnarformaður félagsins, við forstjórastarfi Icelandic Group í nokkra mánuði þar til Finnbogi Baldvinsson var ráðinn í starfið árið 2008. 

Finnbogi Baldvinsson hætti árið 2011 og við tók Lárus Ásgeirsson sem gegndi forstjórastarfinu fram í desember 2012 að Magnús Bjarnason tók við því. 

Nú hefur verið tilkynnt að Árni Geir Pálsson hafi verið ráðinn nýr forstjóri Icelandic Group.