þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nokkuð stöðugt verð á mjöli en vísbendingar um lækkun

12. febrúar 2016 kl. 11:12

Fiskimjöl.

Gert er ráð fyrir að Perúmenn veiði 2,5 milljónir tonna af ansjósu í vor

Heimsmarkaðsverð á fiskimjöli hefur verið nokkuð hátt undanfarin misseri. Verðið er tiltölulega stöðugt en teikn eru á lofti um lækkun með vorinu vegna veiða Perúmanna á ansjósu, að því er Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Fiskimiða á Eskifirði, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Nýlokið er ansjósuvertíð í Perú (haustvertíð 2015) og veiddust um milljón tonn. Jens sagði að verð á fiskimjöli í Perú væru eitthvað að gefa eftir nú þegar en vonir stæðu til að það hefði ekki mikil áhrif á fiskimjöl frá Íslandi á næstunni. Hins vegar er gert ráð fyrir að á vorvertíð 2016 veiði Perúmenn rúmar 2,5 milljónir tonna af ansjósu og þá er viðbúið að einhver slaki komi í verðin.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.