þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðmenn byrjaðir loðnuveiðar

9. febrúar 2011 kl. 12:42

Loðna

Loðnuskip lagði að baki 1.370 sjómílna siglingu í einum túr

Norðmenn eru byrjaðir loðnuveiðar í rússnesku lögsögunni en áður höfðu rússnesk skip hafið veiðar þar.

Í lok síðustu viku landaði nótaskipið Storeknut frá Austervoll 1.470 tonna loðnufarmi í Egersund syðst í Noregi sem fenginn var í rússnesku lögsögunni norður í Barentshafi. Var til þess tekið að skipið hefði þá siglt 1.370 sjómílur í þessum eina túr og eytt 60.000 lítrum af olíu.

Haft er eftir skipstjóranum í viðtali við Fiskeribladet/Fiskaren að útgerðin hafi reiknað nákvæmlega út hvort þessi langa sigling borgaði sig og komist að raun um að svo væri. Skipið fékk 2,40 norskar krónur á kílóið hjá fiskimjölsverksmiðju í Egersund (jafnvirði 48 ISK).

Til samanburðar er nefnt að fiskimjölsverksmiðjur í Bátsfirði og Bodö í Norður-Noregi, sem nú eru að byrja að taka á móti hráefni, bjóði helmingi lægra verð fyrir loðnuna en fékkst fyrir farminn í Egersund, en skipstjórinn á Storeknut telur að í hans dæmi hefði komið út á eitt hvor kosturinn hefði verið valinn.