laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðmenn fá aftur loðnuviðbót við Ísland

12. febrúar 2013 kl. 13:55

Norskt loðnuskip

Kvótaaukningin nemur 3.360 tonnum og síðustu forvöð að sækja hana.

 

Í  framhaldi af tilkynningunni í gær um 120.000 tonna kvótaaukningu í loðnu hér við land hefur norska síldarsamlagið birt frétt á vef sínum um að í hlut norskra skipa komi  3.360 tonn. 

Jafnframt er áréttað að skipin þurfi að leggja af stað ekki síðar en klukkan 22 í kvöld frá Noregi. Ljóst er að nú eru síðustu forvöð fyrir norsku skipin að taka kvótann því leyfi þeirra til veiða við Ísland rennur út 15. febrúar auk þess  sem þau mega ekki veiða sunnan 64°30‘N. 

Þegar sjávarútvegsráðherra gaf út 150.000 tonna loðnuviðbótina í síðustu viku komu 4.200 tonn í hlut Norðmanna, en í upphafi fengu þeir 34.500 tonn. Þetta þýðir að í heild er norski loðnukvótinn við Ísland á þessari vertíð orðinn 42.060 tonn.