föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðmenn fá tæp 50 þúsund tonn af Íslandsloðnunni

17. október 2013 kl. 13:57

Norskt loðnuskip

Þar af fá norsk skip að veiða rúm 40 þúsund tonn í íslensku lögsögunni, að sögn samtaka norskra útvegsmanna

Ísland hefur úthlutað 49.189 tonnum af loðnu til Noregs af um 160 þúsund tonna heildarkvóta, að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna.

Þar segir einnig að í bréfi til norska sjávarútvegsráðuneytisins hafi íslensk stjórnvöld tilkynnt að norsk skip megi veiða 40.869 tonn af heildarkvóta sínum inni í íslensku lögsögunni.

Loðnukvóti norskra skipa samanstendur af hludeild Noregs í heildaraflamarki samkvæmt samningi milli Íslands, Grænlands og Noregs. Auk þess fá Norðmenn loðnukvóta frá Íslendingum samkvæmt Smugusamningnum. Fleiri þættir geta einnig spilað inn í svo sem bætur frá síðustu vertíð ef kvótinn er aukinn eftir að Norðmenn eru hættir veiðum.

Íslenska sjávarútvegsráðuneytið hefur ekki enn sent frá sér tilkynningu um skiptingu loðnukvótans milli Íslands, Noregs og Grænlands eða hvað mikið Íslendingar láti Færeyingum í té af loðnunni.