þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðmenn hafa veitt 600 hrefnur í ár

7. ágúst 2015 kl. 11:43

Hrefnuveiðar (Mynd: Vilmundur Hansen)

Slæmt veður og kuldi hafa skapað erfiðleika við veiðarnar.

Langt er liðið á hrefnuvertíðina í Noregi. Síðustu vikurnar hafa níu bátar stundað veiðarnar af alls 23 bátum sem skráðu sig til leiks í upphafi. 

Alls hefur verið tilkynnt um veiði á 604 hrefnum sem er 100 dýrum færra en á sama tíma í fyrra en þá veiddust alls 736 dýr. Árangurinn fram að þessu er hins vegar betri en á allri vertíðinni 2013 en þá veiddust 594 hvalir. Heildarkvótinn í ár er 1.286 dýr og er langur vegur frá að aflaheimildir hafi náðst síðustu árin. 

Í frétt í Fiskeribladet/Fiskaren kemur fram að hvalurinn sé magrari í ár en í fyrra og veiðar hafi verið erfiðari. Er það rakið lægri sjávarhita og hvassviðris á miðunum.