mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðmenn hálfnaðir með loðnukvótann í Barentshafi

11. febrúar 2013 kl. 09:54

Loðna

Íslandsloðnan er ennþá stærri og betri en loðna úr Barentshafi

 

Norðmenn eru hálfnaðir með loðnukvótann sinn í Barentshafi. Ánægja ríkir með hvað vel gengur að ná loðnunni. Gæðin eru ekki eins mikil og á loðnunni frá Íslandi og verðið því lægra.

Alls veiddu norsk skip 36.800 tonn af loðnu í Barentshafi í síðustu viku. Þar af fóru 24.800 tonn í mjöl- og lýsisframleiðslu.

Verð á loðnunni er frá 2 krónum norskum á kíló upp í 2,65 krónur hæst (46 til 61 ISK). Meðalverð samanlagt í bræðslu og manneldisvinnslu er 2,22 krónur á kíló í vikunni. Alls eru norsk skip búin að veiða um 62.400 tonn af loðnu í Barentshafi á vertíðinni og er kvóti þeirra rúmlega hálfnaður.

Norsk skip veiddu um 3.600 tonn af loðnu í íslensku lögsögunni í síðustu viku. Yfir 90% af veiðinni fór í manneldisvinnslu í Noregi. Verð í manneldisvinnslu er 2,55 krónur norskar á kíló og upp í 3,09 krónur (59 til 71 ISK).