þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðmenn láta smíða á Spáni

10. febrúar 2016 kl. 08:55

Nýi togarinn sem smíðaður er á Spáni.

Frystitogari fyrir 4,2 milljarða íslenskra króna.

Norska útgerðin Prestfjord A/S er að láta smíða fyrir sig frystitogara á Spáni sem kosta mun 280 milljónir norskra króna eða jafnvirði um 4,2 milljarða íslenskra. Skipið smíðað í Freire skipasmíðastöðinni í Vigo. 

Togarinn sem mun fá nafnið Holmöy er 69 metra langur og 17 metra breiður og leysir af hólmi eldri togara, Langöy, sem smíðaður var í Noregi árið 1996. 

Skipið er útbúið til þess að heilfrysta hausaðan fisk en hægt er á skjótan hátt að breyta vinnsludekkinu fyrir flakafrystingu ef slík vinnsla gefur betur af sér.