laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðmenn leyfa veiðar á djúpkarfa

26. mars 2014 kl. 13:07

Djúpkarfi

Útgefinn kvóti rúmlega 17.000 tonn á þessu ári.

Norsk stjórnvöld leyfa nú í fyrsta sinn í mörg ár veiðar á djúpkarfa í norskri lögsögu. Útgefinn kvóti fyrir þetta ár er 17.280 tonn og er hann næstum allur bundinn við veiðar í norskri lögsögu norðan 64 breiddargráðu. Kvótanum verður skipt milli þeirra skipa sem hafa veiðirétt á þessari tegund.

Djúpkarfinn í norskri lögsögu er af tegundinni Sebastes mentella sem er hin sama og veiðist sem djúpkarfi og sem úthafskarfi á miðunum við Ísland. 

Um margra ára skeið hefur verið beitt verndaraðgerðum til þess að byggja upp djúpkarfastofninn við Noreg og nú þykir ábyrgt að leyfa veiðar úr honum á ný, segir norski sjávarútvegsráðherrann á heimasíðu ráðuneytsins.