

Makríll um borð í veiðiskipi. (Mynd: Þorbjörn Víglundsson).
Landanir erlendra skipa á markíl í Noregi eru mjög þýðingarmiklar fyrir norskan sjávarútveg. Einkum maka Norðmenn krókinn á skoskum makríl sem berst nú til landsins í miklum mæli.
Miðað við 25. janúar síðastliðinn höfðu skosk skip landað um 40 þúsund tonnum af makríl í Noregi á árinu að aflaverðmæti rúmlega 360 milljónir NOK, eða 7,2 milljarðar ISK. Á árinu 2010 lönduðu erlend skip 56 þúsund tonnum af makríl í Noregi að verðmæti 482 milljónir NOK. Megnið af þessum markíl er unnið í Noregi, heilfryst eða flakað.
Á síðustu 15 árum hafa erlend skip landað ríflega 1,3 milljónum tonna af makríl í Noregi að verðmæti tæplega 9 milljarðar norskra króna eða um 180 milljarðar íslenskra króna.
Heimild: www.kystmagasinet.no