mánudagur, 8. mars 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðmenn með gríðarlegt markaðsátak í Brasilíu

18. apríl 2011 kl. 17:26

Norskur saltfiksur í verslun erlendis.

80 manns á vegum Norska útflutningsráðsins að störfum í verslunum við að kynna norskan saltfisk

Norsk stjórnvöld leggja gríðarlega áherslu á markaðsmál í sjávarútvegi. Nú fyrir páskana eru 80 starfsmenn á vegum Norska fiskútflutningsráðsins (Eksportutvalget for fisk, EFF) að störfum víðsvegar Brasilíu að kynna norskan saltfisk fyrir viðskiptavinum í sérvöldum verslunum.

Mikið er í húfi því um 70% af allri saltfisksölu í Brasilíu fer fram í fyrir stórhátíðirnar jól og páska. Kynningarátaki EFF er beint að fjórum helstu borgum Brasilíu; Sao Paulo, Rio de Janeiro, Recife og Salvador. Starfsmenn EFF bjóða viðskiptavinum verslana upplýsingar og uppskriftir og reyna að sjálfsögðu að hafa áhrif á það að þeir kaupi saltfisk frá Noregi fyrir páskana.

EFF gegnir afar þýðingarmiklu hlutverki við markaðssetningu á norskum sjávarafurðum. Miklum fjármunum er varið í þetta kynningarstarf og kemur það til viðbótar við markaðsstarf útflutningsfyrirtækja.