laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðmenn mega veiða 58 þúsund tonn af loðnu við Ísland

28. janúar 2016 kl. 13:38

Norskt loðnuskip landar á Íslandi

Hafa leigt rúm 13 þúsund tonn af loðnu sem ESB fékk frá Grænlendingum

Erlend skip mega veiða um 73 þúsund tonn af loðnu í íslenskri lögsögu samkvæmt reglugerðum sjávarútvegsráðuneytisins. Um er að ræða færeysk, grænlensk og norsk skip. Norðmenn mega veiða hér 58.326 tonn. Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum.

Íslendingar láta Færeyinga hafa 8.650 tonn af kvóta sínum í loðnu og er þeim heimilt að veiða það magn í íslenskri lögsögu. Grænlensk skip mega veiða samtals 19.030 tonn af loðnu í landhelgi Íslands

Norsk skip mega veiða hér 45.005 tonn samkvæmt reglugerð ráðuneytisins og er þar annars vegar um að ræða um 13.800 tonn, sem er hlutdeild Norðmanna í heildarkvóta, og rúmt 31 þúsund, tonn sem Norðmenn fá frá Íslendingum vegna Smugusamningsins. Grænlendingar hafa framselt stóran hluta af kvóta sínum til ESB. Norðmenn hafa samið við ESB um að fá rúm 13 þúsund tonn af þessum kvóta og er þeim heimilt að veiða þessa viðbót hér enda eru þeir óbeint að veiða af kvóta Grænlendinga.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.