fimmtudagur, 20. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðmenn setja sér bráðabirgðakvóta

19. desember 2013 kl. 12:05

Gildir um makríl, norsk-íslenska síld og kolmunna.

Þar sem ekki hafa náðst samningar um veiðiheimildir úr deilistofnunum makríl, norsk-íslenskri síld og kolmunna fyrir komandi ár hefur norska sjávarútvegsráðuneytið ákveðið heildaraflamark fyrir Norðmenn í þessum tegundum til bráðabirgða.

Samkvæmt því er norski kvótinn fyrir makríl 150.000 tonn, fyrir  norsk-íslenska síld 255.277 tonn og fyrir kolmunna 190.000 tonn.

Tekið er fram að vegna samningsleysisins megi aðeins veiða í norskri lögsögu og á alþjóðlegu svæði.