mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðmenn settu nýtt met

6. janúar 2014 kl. 11:00

Næstum 70% af verðmæti útfluttra sjávarafurða frá Noregi eru eldislax og laxaafurðir.

Fluttu út sjávarafurðir fyrir 11.468 milljarða íslenskra króna á nýliðnu ári.

Eftir tveggja ára samdrátt í verðmæti útfluttra sjávarafurða frá Noregi varð kröftugur viðsnúningur á árinu 2013. Þá voru fluttar út fiskafurðir fyrir 61 milljarð norskra króna, jafnvirði 11.468 milljarða íslenskra króna, að því er fram kemur á vef Norges sjömatråd. 

Þetta er 17% aukning frá árinu á undan. Meginskýringin er mikil eftirspurn eftir norskum eldislaxi sem haldið hefur uppi háu verði. Fluttur var út lax og silungur fyrir 42,2 milljarða NOK eða sem svarar 793 milljörðum ISK. 

Útflutningur þorsks, ýsu og ufsa nam 10 milljörðum NOK, jafnvirði 188 milljarða ISK sem 11% aukning í magni en verðmætið stóð í stað milli ára. 

Uppsjávarfiskur var fluttur út fyrir 6,5 milljarða NOK, jafnvirði 122 milljarða ISK. Um er að ræða 18% samdrátt í verðmætum sem stafar aðallega af minni kvótum og lægra verði á síld.