föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðmenn syngja baráttusöng um norskar sjávarafurðir!

15. desember 2011 kl. 13:59

Norsk Sjømat

Nýstárlegt markaðsátak í tilefni af 20 ára afmæli norska útflutningsráðsins fyrir fisk

Norðmenn beita nýstárlegum ráðum í markaðssetningu á norskum sjávarafurðum. Saminn hefur verið baráttusöngur í ungmennafélagsanda um norskan “Sjømat”. Myndband með söngnum er aðgengilegur á Youtube!

Norska útflutningsráðið fyrir fisk (EFF) hélt veglega hátíð í tilefni af 20 ára afmæli ráðsins í haust. Í tilefni af því var þessi baráttusöngur saminn. Þekktur tónlistarmaður sá um flutning söngsins á afmælishátíðinni og hafði sér til fulltingis volduga lúðrasveit. Salurinn tók vel undir eins og sjá má á meðfylgjandi tónlistarmyndbandi sem komið er á  Youtube. Spurning hvort þetta sé ekki eitthvað sem Íslendingar eigi að gera.

http://www.youtube.com/watch?v=hUv0ORjETCw&list=UUNrGCPeWj6oJ-E-kC8xJcnw&feature=plcp