mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðmenn taka sjö þúsund tonn af þorski frá fyrir frístundaveiðar

2. júlí 2011 kl. 09:00

Þorskur

Norska sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að ráðstafa um 7 þúsund tonnum af þorski og 800 tonnum af ufsa meðal annars til að mæta afla þeirra sem gera út báta til frístundaveiða fyrir ferðamenn. Frístundaveiðikvótinn verður dregin frá heildarkvóta Norðmanna í þessum tegundum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir norska sjávarútvegsráðuneytið um stöðu og framtíðarmöguleika frístundaveiða. Tekið er fram að þetta sé gert til þess að frístundaveiðarnar verði hluti af sjálfbærri nýtingu fiskstofna í Noregi. Fram kemur að síðustu 20-30 árin hafi frístundaveiðar aukist verulega og séu orðnar mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu Norðmanna í standhéruðum.