fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðmenn tilkynna kvóta - verulegur niðurskurður

8. febrúar 2019 kl. 15:29

Norska fiskistofan hefur gefið út endanlegar kvótatölur fyrir þorsk, ýsu og ufsa fyrir árið 2019. Verulegur samdráttur verður í þorskafla.

Fiskistofa Noregs, Fiskeridirektoratet, hefur gefið út endanlegar kvótatölur eftir endurúthlutun fyrir þorsk, ýsu og ufsa árið 2019. Heildarkvóti þorsks fyrir svæðið norðan 62 gráðu verður 316 þúsund tonn, ýsu 96 þúsund tonn og ufsa 131 þúsund tonn.

Töluverður samdráttur er í þorskkvótanum, því árið 2018 máttu Norðmenn veiða 373 þúsund tonn af þorski og á árunum 2015 til 2017 var þorskkvótinn á bilinu 410 til 420 þúsund tonn, eða um hundrað þúsund tonnum meira en kvótinn í ár.