þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðursjávarsíldin á uppleið

6. júní 2011 kl. 12:21

Síld.

Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til 30.000 tonna kvótaaukningu á næsta ári.

Þrátt fyrir lélega nýliðun í stofni Norðursjávarsíldarinnar undanfarin níu ár er hrygningarstofninn í góðu formi. Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur því lagt til að hámarksafli á næsta ári verði 230.000 tonn sem er 30.000 tonnum meira en á yfirstandandi ári.

Dregið hefur verulega úr sókn í stofninn á undanförnum árum og er hrygningarstofninn nú 1,3 milljónir tonna sem er yfir varúðarmörkum.

Norðursjávarsíldin heldur sig í Norðursjó, Skagerak og Kattegat. Miklar sveiflur hafa verið í veiðum á síldinni eða frá liðlega 600.000 tonnum toppárið 1965 til 2.200 tonna árið 1980. Á síðasta ári var heildarkvótinn 200.000 tonn.