mánudagur, 18. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Noregur: Aldrei meira af hrygningarþorski

5. apríl 2011 kl. 09:16

Þorskur

Hrygningarstofninn talinn vera 1,5 milljónir tonna sem er 30% aukning milli ára.

Hrygningarþorskurinn gengur nú inn að strönd Norður-Noregs í meira mæli en sjómenn hafa áður þekkt og fiskiríið er ævintýralegt. Norska hafrannsóknastofnunin hefur nýlokið mælingum á hrygningargöngunni og segir leiðangursstjórinn að bergmálsmælingar hafi aldrei sýnt eins mikið magn og nú. Útbreiðslan er einnig meiri en áður.

Samkvæmt útreikningum Alþjóðahafrannsóknaráðsins er hrygningarstofninn metinn um 1,5 milljónir tonna sem er 30% aukning frá fyrra ári. Niðurstöður nýafstaðinnar mælingar norsku hafrannsóknastofnunarinnar liggja ekki fyrir.

Þetta kemur fram á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar