sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Noregur: Enn eitt metið í útflutningi sjávarafurða

9. ágúst 2010 kl. 10:47

Vöxtur í útflutningi sjávarafurða frá Noregi virðist óstöðvandi. Útflutningurinn í júlí nam 3,8 milljörðum NOK sem er met, eða um 75 milljörðum ISK. Hér er um 15% aukningu að ræða í verðmætum talið miðað við sama mánuð í fyrra. Útflutningur á norskum laxi nam 2,7 milljörðum NOK (53 milljarðar ISK) í júlí og  jókst um 26%.

Athygli vekur að norskur lax er hvorki meira né minna en 71% af verðmæti útfluttra sjávarafurða í Noregi. Ástæðan fyrir því er að framboð af laxi er stöðugt allt árið en framboð af villtum fiski er yfirleitt árstíðarbundið.

Bandaríkin er sá markaður fyrir norskan lax sem vaxið hefur hraðast. Aukningin í júlí er 67% miðað við sama tíma í fyrra og er þar aðallega um laxaflök að ræða. Frakkland er mikilvægasti markaðurinn fyrir norskan lax og þar jókst salan um 10% í júlí.

Einnig jókst útflutningur á þorski frá Noregi í júlí.

Heimild: seafoodsource.com