sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Noregur: Hálfnaðir með hrefnukvótann

14. ágúst 2008 kl. 13:35

Í síðustu viku höfðu Norðmenn veitt 505 hrefnur af 1052 dýra heildarkvóta, að því er fram kemur í Fiskaren. Hafa þeir því veitt um helming kvótans.

Hvalveiðiskipið Kato er aflahæst á vertíðinni. Það hefur veitt 62 hrefnur, þar af 30 dýr sem skotin voru við Jan Mayen.

Þrír hvalfangarar hafa veitt samtals 17 hrefnur á svonefndu ESBsvæði sem er í Austur-Finnmörk. Þar er norskum skipum heimilt að veiða 315 dýr af heildarkvótanum.

Þessar hrefnur er ekki hægt að veiða annarsstaðar vegna svæðaskiptingar kvótans.

Greint er frá því að Rowenta, sem er eitt þeirra þriggja skipa sem var að veiðum við Finnmörk, hafi gert góðan túr og fangað sex hrefnur.

Hrefnuveiðarnar halda áfram innan norsku lögsögunnar en eru þar háðar miklum takmörkunum.