sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Noregur: Meiri þorskur en búist var við

29. apríl 2008 kl. 08:50

Mælingum á þorski við Noregsstrendur á vegum norsku hafrannsóknastofnunarinnar er lokið.

Fiskifræðingar fundu meira af þorski en mældist í fyrra og búist hafði verið við að finna í ár, að því er fram kemur í fréttablaði samtaka útgerðarmanna.

Hluti af skýringunni er sá að þorskurinn er bæði lengri og þyngri miðað við aldur.

Gögn úr leiðangrinum ásamt niðurstöðum úr öðrum rannsóknum verða notuð við árlegt stofnmat þorsks við Noregsstrendur hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu.