mánudagur, 17. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Noregur og ESB ráða ráðum sínum í makríldeilunni

19. september 2011 kl. 12:05

Makríll

Stjórnmálamenn, embættismenn og fulltrúar úr sjávarútvegi hittast í Osló á morgun.

Brátt líður að því að haldinn verði nýr samningafundur í makríldeilunni. Stjórnvöld í Noregi og Evrópusambandinu ásamt embættismönnum og fulltrúum atvinnugreinarinnar í viðkomandi ríkjum ætla að ráða ráðum sínum á fundi sem haldinn verður á morgun í Osló. Norski sjávarútvegsráðherrann verður meðal þeirra sem sitja munu fundinn.

Þetta kemur fram á vef samtaka norskra útgerðarmanna. Þar segir ennfremur að mikið sé af makríl í norskri lögsögu um þessar mundir og fáist stór hluti afla norsku skipanna innan lögsögumarkanna. Þetta er sagt staðfesting á því að göngur makrílsins séu austlægari í ár en undanfarin ár.