mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Noregur: Sjávar­útvegs­ráðherra lofar söluátaki á hvalkjöti

23. maí 2014 kl. 09:02

Hrefna

Á síðasta ári mátti veiða 1300 hvali við Noreg en einungis helmingur þeirra var veiddur

Sjávarútvegsráðherra Norðmanna hefur lofað að leggja harðar að sér við að tryggja að útflutningur á hvalaafurðum frá Noregi til Japan geti hafizt á ný. Ella segja talsmenn hvalveiða og vinnslu að þessi atvinnugrein deyi á næstu 10 árum. Þetta kemur fram á vef Evrópuvaktarinnar.

Hvalveiðiskipum hefur fækkað í Noregi úr 350 á árunum upp úr 1950 og í 23 nú. Á síðasta ári mátti veiða 1300 hvali við Noreg en einungis helmingur þeirra var veiddur.

Erfitt hefur reynzt að selja hvalkjöt í Noregi. Í því skyni var sett á markað ný vörutegund, sem nefnist Lofot-borgari, sem er að hálfu hvalkjöt og að hálfu svínakjöt.