föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Noregur: Sjávarútvegsráðuneytið verður lagt niður

29. september 2009 kl. 11:58

Norska sjávarútvegsráðuneytið verður lagt niður og sameinað stóru atvinnumálaráðuneyti, ef marka má frétt í Dagsavisen í Noregi í dag.

Hafnarmál, olíumengunarvarnir og fleiri þættir sem hingað til hafa verið undir sjávarútvegsráðuneytinu munu flytjast yfir í samgönguráðuneytið.

Reidar Nilsen formaður Norges Fiskarlag, heildarsamtaka í norskum sjávarútvegi, segir það hneyksli ef satt reynist að sjávarútvegsráðuneytið verði lagt niður. ,,Sjávarútvegur er svo mikilvægur Noregi að frekar ætti að auka umsvif ráðuneytisins en að skera niður,” segir Nilsen í samtali við netútgáfu Fiskeribladet/Fiskaren.

Norska sjávarútvegsráðuneytið var á sinni tíð fyrsta ráðuneyti fiskveiðimála í heiminum.