laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Noregur: Útflutningur sjávarafurða heldur áfram að aukast

12. september 2010 kl. 15:08

Ekkert lát er á aukningu í útflutningi á norskum sjávarafurðum. Í ágúst voru fluttar út sjávarafurðir að verðmæti 3,7 milljarðar norskra króna (70 milljarðar ISK), að því er fram kemur í frétt í norska ríkisútvarpinu.

Aukningin í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra er 667 milljónir NOK. Aukningin er mest í útflutningi á laxi og afurðum úr laxi.

Það sem af er þessu ári hafa verið fluttar út sjávarafurðir frá Noregi fyrir 31,6 milljarða NOK (606 milljarða ISK) sem er aukning um 4,7 milljónir NOK miðað við sama tíma í fyrra.