föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norma Mary endurbætt fyrir hálfan milljarð

22. mars 2012 kl. 14:44

Norma Mary á siglingu í Eyjafirði að loknum endurbótum. (Mynd: Þorgeir Baldursson).

Er orðin mun öflugri rækjufrystitogari en áður og getur auk þess heilfryst bolfisk.

Norma Mary, skip Onward Fishing, dótturfyrirtækis Samherja í Englandi, er komin úr lengingu, vélaskiptum og öðrum endurbótum sem kostuðu um 500 milljónir íslenskra króna.

Skipið var lengt í Póllandi um 14,5 metra og við það jókst lestar- og olíurými þess verulega. Jafnframt var skipt um aðalvél. Í Slippnum á Akureyri var vinnslulínan endurnýjuð og ýmsar aðrar lagfæringar gerðar. 

Vinnslulínan afkastar nú 60-70 tonnum af rækju á sólarhring eða 80 tonnum af þorski í heilfrystingu.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.