mánudagur, 10. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norma Mary tekin á Svalbarðasvæðinu

7. júlí 2008 kl. 13:34

Norska strandgæslan tók togarinn Norma Mary síðastliðinn föstudag á verndarsvæðinu við Svalbarða fyrir meinta vanskráningu afla í afladagbók og færði skipið til hafnar í Trömsö.

Norma Mary er í eigu Onward Fishing, dótturfyrirtækis Samherja í Bretland. Samkvæmt fréttum vefmiðla í Noregi nam þessi meinta vanskráning 170 tonnum af fiski.

Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja kvaðst í samtali við Fiskifréttir litlar fregnar hafa af þessu tiltekna máli en gat þess að skip fyrirtækisins hefðu áður orðið fyrir afskiptum af hálfu norsku strandgæslunni af litlu tilefni og meðal annars unnið mál þess eðlis fyrir dómstólum í Noregi.