sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðmenn stöðva hrefnuveiðar vegna lítillar eftirspurnar eftir kjötinu

23. júní 2009 kl. 12:04

Norðmenn hafa ákveðið að stöðva hrefnuveiðar sínar í dag. Aðalástæðan er sú að ekki hefur verið nægileg eftirspurn eftir kjötinu. Gert er ráð fyrir að 360-370 dýr hafi veiðst á vertíðinni sem er minnsti afli frá því að veiðarnar voru hafnar upp úr 1990.

Í frétt á vef Fiskeribladet/Fiskaren segir að stærstu vinnsluaðilar á hvalkjöti hafi dregið verulega saman framleiðslu sína. Áætlað er að veiddar verði 60-70 hrefnum færra í ár en í fyrra sem einnig var eitt lélegasta hrefnuveiðiárið.

Það var Norges Råfisklag sem ákvað veiðistoppið. Þeir bátar sem hafa samninga við vinnsluaðila geta haldið áfram og uppfyllt þá. Einnig geta þeir haldið áfram veiðum sem vinna sjálfir sitt kjöt.

Því má bæta við að hrefnukvóti Norðmanna í ár var 885 dýr.