mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norsk skip landa loðnu á Fáskrúðsfirði

29. janúar 2014 kl. 12:25

Trönderbas landar loðnu á Fáskrúðsfirði. (Mynd: Óðinn Magnason)

Tvö skip lönduðu 170 tonnum í gærkvöldi

Nokkur norsk loðnuskip hafa leitað loðnu austur af landinu með litlum árangri.

Sum þeirra hafa þó fengið einhvern afla og í gærkvöldi lönduðu tvö skip, Trönderbas og Akeroy, samtals 170 tonnum til frystingar hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði.