mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norsk skip landa loðnu hjá Eskju

25. júlí 2011 kl. 12:24

Eskifjörður

Norsku skipin hafa landað alls rúmum 2.000 tonnum af loðnu á Eskifirði

Mikið líf hefur verið í höfninni á Eskifirði í síðustu viku en 4 norsk skip lönduðu loðnu í fiskimjölverksmiðju Eskju hf. á Eskifirði, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins.

Norska loðnuskipið Storeknut kom með um 300 tonn af góðri loðnu í byrjun síðustu viku og í lok vikunnar lönduðu norsku skipin Teigenes, Vestviking og Harvest rúmlega 2.000 tonnum af sumarloðnu í verksmiðjuna. Aðalsteinn Jónsson SU 11 var einnig í heimahöfn fyrir helgi og landaði fullum túr af frystum hausuðum makríl og afskurði í fiskimjölsverksmiðjuna.

Vel hefur gengið hjá áhöfninni á Aðalsteini Jónssyni að frysta makríl til manneldis í sumar en auk þess hafa skipverjar verið að flaka og frysta síld þegar aflinn er blandaður, segir ennfremur á vef Eskju.