þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norsk skip veiddu 2,3 milljónir tonna í fyrra

19. nóvember 2012 kl. 10:21

Rödholmen, norskt uppsjávarskip (Mynd af vef Ytterstad útgerðarinnar).

Aflaverðmætið um 357 milljarðar ISK

Norsk skip lönduðu um 2,3 milljónum tonna af sjávarfangi á árinu 2011. Þetta eru endanlegar tölur sem norska hagstofan hefur nú birt.

Að magni til er um 14% samdrátt að ræða frá árinu 2010. Aflaverðmætið nam 16 milljörðum NOK í fyrra (357 milljörðum ISK) sem er 20% aukning frá árinu áður.

Þorskur skilaði mestum verðmætum eða um 25% af heildinni. Síld kemur þar á eftir með 21% og makríll er í þriðja sæti með 16%.