laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norski hrefnukvótinn 1.286 dýr

3. apríl 2014 kl. 13:48

Hrefna

Innan við helmingur kvótans hefur veiðst á síðustu árum.

Norsk stjórnvöld hafa gefið út hrefnukvóta ársins og samkvæmt honum mega norsk skip veiða 1.286 dýr. Kvótinn byggir á reiknilíkani Alþjóðahvalveiðiráðsins um það hversu mörg dýr sé óhætt að taka miðað við sjálfbæra nýtingu. 

Kvótinn er álíka stór og síðustu ári en innan við helmingur hans hefur verið nýttur um alllangt skeið.  Þannig veiddust á síðasta ári  588 hrefnur við Noreg og 465 dýr árið áður.

Þegar hrefnuveiðarnar voru stöðvaðar árið 1987 og seinna þegar þær voru hafnar á ný árið 1992 voru í kringum 35 skip á þessum veiðum. Síðan fækkaði þeim jafnt og þétt og var talan komin niður í 17 fyrir tveimur árum, að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren. Í ár eru rúmlega 20 skip skráð til veiðanna.