fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norskt skip landar loðnu á Fáskrúðsfirði

19. júlí 2011 kl. 11:00

Röttingoy frá Bergen landar loðnu á Fáskrúðsfirði. (Mynd: Óðinn Magnason)

Um 280 mílna sigling af miðunum til Íslands

Sumarloðnuveiðar norskra skipa eru hafnar og í gær landaði eitt norskt skip hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. Það var norska skipið Röttingoy frá Bergen sem landaði þar um 780 tonnum af loðnu, að því er fram kemur á vef LVF.

Um 280 sjómílna sigling var af miðunum til Íslands. Sumarloðnuveiðar norskra skipa hófust 15. júlí og fara veiðarnar fram í grænlensku lögsögunni og við Jan Mayen.