þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norsku uppsjávarskipin að hefja makrílveiðar

9. september 2015 kl. 08:59

Makríll (Mynd: Kristján Kristinsson)

Fyrsti farmurinn kom á land í vikunni og var makríllinn heldur smár

Norsku uppsjávarskipin eru að hefja makrílveiðar og kom Svanaug Elise með fyrsta farminn að landi í vikunni. Alls veiddi skipið 260 tonn og meðalstærðin á makrílnum var 365 grömm.

Skipstjórinn segir að ekki hafi verið mikið að sjá á miðunum. Makríllin er í smærri kantinum en fram kemur að færeysk skipi veiði stærri makríl, yfir 400 grömm að þyngd, um 80 til 90 mílur inni í færeysku lögsögunni.

Norðmenn segjast kannski vera heldur snemma á ferðinni en vonast til að stærri makríllinn gangi brátt austur á þeirra veiðisvæði og að veiðarnar hefjist þá af fullum krafti innan 14 daga.

Fyrir fyrsta farminn af makrílnum fengust 9,52 krónur á kílóið, sem eru um 149 krónur íslenskar. Svo er að sjá hvernig verðið þróast þegar veiðarnar hefjast fyrir alvöru og framboð eykst.