sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norskur eldislax fyrir 500 milljarða í ár

30. september 2009 kl. 12:00

Ekki er ofsögum sagt af velgengni laxeldis í Noregi. Útflutningsverðmæti eldislax fyrstu átta mánuði ársins jókst um 32% frá sama tímabili í fyrra. Ef sama þróun helst út árið mun aukningin á árinu í heild nema 5,7 milljörðum norskra króna eða jafnvirði 122 milljarða íslenskra króna.

Norska fiskútflutningsráðið gerir ráð fyrir að flutt verði út 785.000 tonn af eldislaxi frá Noregi á þessu ári sem er 12% aukning í magni frá fyrra ári. Verðmætið er áætlað 23.6 milljarðar norskra króna eða sem svarar röskum 500 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að heildarútflutningur sjávarafurða frá Íslandi á síðasta ári nam 171 milljarði króna á þáverandi verðlagi.

Auk laxeldisins stunda Norðmenn eldi á urriða og er gert ráð fyrir að útflutningur á honum í ár verði 75.000 tonn að verðmæti að verðmæti 2,2 milljarða norskra króna eða jafnvirði 47 milljarða íslenskra króna.