laugardagur, 27. febrúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norskur makríll einokar Japansmarkað

12. janúar 2011 kl. 14:19

Í lok nóvember 2010 höfðu verið flutt inn um 60.500 tonn af makríl til Japans. Þar af voru 58.550 tonn norskur makríll eða um 97% af heildarinnflutningi makríls fyrstu 11 mánuði ársins.

Norskir útfytjendur einoka því nánast markaðinn og hafa reyndar gert undanfarin ár, að því er fram kemur á vefnum kystmagasinet.no. Þess er getið að Íslendingar hafi reynt að koma sér inn á japanska markaðinn, bæði árið 2009 og 2010, en með litlum árangri. Önnur lönd flytja nokkur hundruð tonn af makríl til Japans, svo sem Kanada, Írland, Danmörk, Kína og Bretland.

Fullyrt er að Íslendingar hafi fengið 187 jen á kílóið (266 ISK) en Noregur hafi fengið 211 jen á kílóið (300 ISK) fyrir sinn makríl.