föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norskur öldungur veiddi risaþorsk

22. júní 2015 kl. 13:19

Þorskur

Fiskurinn reyndist nær jafnstór fiskimanninum.

Það bar til tíðinda nýlega að 82 ára gamall fiskimaður, Henrik Pettersen frá Havöysund, veiddi risaþorsk á handfæri úti fyrir Vestur-Finnmörku. Fiskurinn reyndist vera 165 sentimetra langur eða næstum jafnstór fiskimanninum. Sá gamli hafði ekki fyrir því að vigta fiskinn áður en hann slægði hann en áætlar að hann hafi verið á milli 50 og 60 kílóa þungur. Ef fiskurinn hefði veiðst fyrir hrygningartímann í vetur hefði hann verið drjúgum þyngri. 

Pettersen rær einn á trillu sinni og gat ekki lyft ferlíkinu inn fyrir borðstokkinn með hefðbundnum hætti heldur dró hann inn um skut bátsins með því að nota hákarlakrók sem var áfastur við skaft. Petterson segist hafa verið á fiskveiðum frá því að hann var lítill strákur en man ekki til þess að hafa nokkru sinni fengið svona stóran fisk. 

Fiskurinn var tekinn á handfæri sem á voru sex krókar. Auk þorsksins voru fjórir ufsar á krókunum af stærðinni 4-10 kíló. 

Frá þessu er skýrt á vef norska ríkisútvarpsins (NRK) og þar má einnig líta augun fiskinn og manninn, SJÁ HÉR