þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norskur sjávarútvegur skapar 44.000 störf

21. júní 2012 kl. 13:28

Eitt af mörgum nýjum fiskiskipum í Noregi.

Verðmætasköpun í greininni nemur 977 milljörðum íslenskra króna.

 

Norsku rannsóknastofnanirnar  Sintef og FHF hafa reiknað út að norskur sjávarútvegur hafi skapað 44.000 störf á árinu 2010 og hafi verðmætasköpunin (framlag til landsframleiðslul) numið 46,5 milljörðum norskra króna, jafngildi 977 milljarða  íslenskra. 

Útreikningarnir ná til veiða, fiskeldis, fiskvinnslu, útflutnings og þjónustugreina. Heildarframleiðsluverðmætið er áætlað um 137 milljarðar NOK  (sem svarar 2.877 milljörðum ISK).

Sá hluti sjávarútvegsins sem byggir á fiskveiðum (ekki fiskeldi) skapaði 20,4 milljarða NOK (um 428 milljarða ISK) og voru ársverk í þeim geira 24.200 talsins sem þýðir tæplega 18 milljónir á hvert ársverk.  

Frá þessu er skýrt á vef norska síldarsölusamlagsins