þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norður-Kyrrahaf yfirfullt af laxi

4. október 2010 kl. 15:12

   

Meira hefur fundist af laxi í Norður-Kyrrahafi en nokkur dæmi eru um áður og tvöfalt meira en mældist um miðja síðustu öld, að því er fram kemur í nýlegri rannsókn kanadískra og bandarískra vísindamanna.

Um 718 milljónir kyrrahafslaxa sneru heim í vötn og ár til hrygningar árið 2005 og rannsóknirnar sýna að hafið er að verða yfirfullt af laxi.

Þótt ástand laxastofnsins sé gott sjá vísindamennirnir samt blikur á lofti. Hluta af hinum öra vexti stofnsins má rekja til þess að árlega er um fimm milljörðum laxaseiða sleppt frá eldisstöðvum, aðallega í Japan og Alaska.  Lax  upprunninn úr eldi er nú um 20% af öllum fullorðnum fiskum og fer þetta hlutfall vaxandi. Sums staðar er það hærra til dæmis í Asíu.

Óttast er að eldislaxinn muni leggja undir sig hafsvæðið náist ekki alþjóðlegt samkomulag um takmarkanir.

Heimild: www.seafoodsource.com