mánudagur, 17. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðursjór: Fiskstofnar á uppleið

19. maí 2010 kl. 15:02

Norðursjór er í fararbroddi hafsvæða ríkja innan ESB varðandi uppbyggingu þorskstofnsins og fleiri fiskistofna sem taldir hafa verið í hættu, að því er fram kemur á fréttavefnum www.fis.com

Þorskstofninn í Norðursjó er talinn hafa stækkað um 52% frá því sem var árið 2006, samkvæmt nýlegum rannsóknum. Menn binda því vonir við að veiðarnar geti aukist og að þorskur úr Norðursjó sjáist á ný í borðum verslana við hliðina á þorski frá Íslandi og þorski úr Barentshafi.

Í Norðursjó hefur fiskstofnum sem taldir eru undir líffræðilegum öryggismörkum fækkað úr átta niður í sex á undanförnum árum. Nú er talið að fimm fiskstofnar í Norðursjó séu nýttir með sjálfbærum hætti en þeir voru aðeins tveir í fyrra.