sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðurskel í Hrísey: Framleiðslan fimmfaldast

22. ágúst 2010 kl. 10:52

Framleiðsla Norðurskeljar í Hrísey mun að öllum líkindum fimmfaldast frá því sem var á síðasta ári og verður um 150 tonn í ár, að því er fram kemur í viðtali við Víði Björnsson, framkvæmdastjóra Norðurskeljar, í nýjustu Fiskifréttum.  

Bláskelin eða kræklingurinn er ræktuð í Eyjafirði og á síðasta ári var framleiðslan um 30 tonn. Skelin er aðallega seld til Belgíu og Frakklands en heimamarkaðurinn fer stækkandi. Um 40% framleiðslunnar eru seld hér innanlands.

,,Frakkar hafa ræktað bláskel í 700 ár og mikil hefð er fyrir neyslu hennar þar og í löndunum í kring. Bláskeljarækt er gríðarstór atvinnuvegur víðs vegar um heim en ársframleiðsla er milli 1,6 og1,8 milljónir tonna,“ segir Víðir Björnsson.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.