þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Næstum helmingur Breta vill ganga úr ESB

12. október 2010 kl. 11:57

Samkvæmt nýlegri könnun myndi tæpur helmingur breskra kjósenda greiða atkvæði með úrsögn úr Evrópusambandinu yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Evrópumálaráðherra Breta segir niðurstöður könnunarinnar endurspegla það vantraust sem einkenni afstöðu breskra kjósenda til ESB.

Alls sögðust 47% kjósenda myndu greiða atkvæði með úrsögn úr sambandinu, 33% sögðust greiða atkvæði með áframhaldandi aðild, 19% sögðust ekki myndu kjósa eða tóku ekki afstöðu. Þetta kemur fram í könnun markaðsrannsóknafyrirtækisins YouGov. Könnunin leiðir í ljós að andstaðan á meðal breskra kjósenda við aðild að ESB eykst í réttu hlutfalli við aldur svarenda og er mest í elsta aldurshópnum.

„Þessi niðurstaða endurspeglar það vantraust sem ríkir á milli breskra kjósenda og sambandsins," segir David Lidington Evrópumálaráðherra í samtali við norska blaðið Dagens Næringsliv, í síðustu viku.

Þetta kemur fram í frétt á vef LÍÚ.