laugardagur, 6. júní 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný Cleopatra 36B til Båtsfjord í Noregi

17. mars 2020 kl. 11:00

Rými er fyrir sextán 660 lítra kör í lest. Stór borðsalur og fullbúin eldunaraðstaða er í brúnni. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar og salerni með sturtu. Mynd/Trefjar

Báturinn er ellefu metrar að lengd og mælist 18 brúttótonn.

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nýjan bát til Noregs á dögunum. Það er útgerðarmaðurinn Raymond Bjørkås frá Båtsfjord í Noregi sem kaupir bátinn sem er af gerðinni Cleopatra 36B.

Nýja bátnum hefur verið gefið heitið Frøya. Raymond verður sjálfur skipstjóri bátnum, en þrír verða í áhöfn bátsins. Báturinn er ellefu metrar að lengd og mælist 18 brúttótonn.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V158TIM 600hö tengd  ZF360IV gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Olex. Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til línuveiða en línubúnaður kemur frá Mustad í Noregi.

Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir sextán 660 lítra kör í lest. Stór borðsalur og fullbúin eldunaraðstaða er í brúnni. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar og salerni með sturtu.

Báturinn er væntanlega rétt ókominn til heimahafnar þegar þetta er skrifað og byrjar á veiðum von bráðar.