föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný frystigeymsla HB Granda vígð á sjómannadaginn

31. maí 2013 kl. 11:50

Ný frystigeymsla HB Granda. (Mynd af vef HB Granda/ Kristján Maack).

Hefur verið aðeins 6 mánuði í byggingu

Það eru aðeins liðnir 6 mánuðir og einni viku betur síðan Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri frystigeymslu og flokkunarhúsi austan við fiskiðjuver félagsins á Norðurgarði í Reykjavík. Á sjómannadaginn sem haldinn er hátíðlegur núna á sunnudaginn 2. júní verður frystigeymslan vígð við hátíðlega athöfn að loknu ávarpi forseta Íslands. 

Nýja húsið er alls 3.800 fermetrar, þar af er frystigeymslan 2.600 fermetrar að grunnfleti og rúmar 5.000 til 6.000 tonn af frystum afurðum. Hún mun bæta úr brýnni þörf því auk þess sem HB Grandi leigir frystirými í Örfirisey þá hafa frystar afurðir frá frystitogurum og frystihúsi verið geymdar í frystigámum og leigugeymslum bæði innanlands og erlendis. 

HB Grandi er einn af aðal styrktaraðilum hátíðahalda Sjómannadagsins í Reykjavík. Að lokinni vígsluhátíðinni verður efnt til fjölskylduskemmtunar sem hefst kl 14:00

Sjá nánar á vef HB Granda.