sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný Helga RE sjósett

3. apríl 2008 kl. 12:31

Nýtt skip fyrir Ingimund hf. í Reykjavík var sjósett í Ching Fu skipasmíðastöðinni á Tævan í gær. Það mun fá nafnið Helga RE og koma í stað skips með sama nafni sem útgerðin seldi til Skinneyjar-Þinganess árið 2005 og heitir nú Steinunn SF.

Að sögn Ármanns Friðriks Ármannssonar, nýs framkvæmdastjóra Ingimundar hf. sem viðstaddur var sjósetninguna, er hér um að ræða mjög hliðstætt skip að stærð og gerð og gamla Helgan var, bara betrumbætt.

Skipið er m.a. búið rafmagnsvindum frá Naust Marine og verður knúið nýjustu gerð af MAK vél. Það er tæplega 29 metra langt og liðlega 9 metra breitt með aflvísi undir 1600 sem gerir því mögulegt að veiða upp að þremur mílum frá landi.

Áætlað er að skipið verði afhent síðsumars.