mánudagur, 17. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný reglugerð um strandveiðar undirrituð

3. maí 2010 kl. 17:02

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar á yfirstandandi fiskveiðiári.   Fyrirkomulag veiðanna verður að mestu óbreytt en nú er ráðstafað 6.000 tonnum af óslægðum botnfiski til þeirra í stað 3.995 tonna í fyrra.

Þá hefur svæðamörkum verið breytt á einum stað með tilliti til reynslu síðasta árs. Aflaheimildunum verður skipt hlutfallslega á fjóra mánuði, maí, júní, júlí og ágúst.

Nánar segir frá strandveiðunum á vef ráðuneytisins, HÉR