laugardagur, 4. apríl 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný reglugerð um verndun kóralsvæða

7. september 2011 kl. 14:11

Kaldsjávarkórall. (Mynd:www.hafro.is)

Nær til afmarkaðra svæða úti af Suður- og Suðausturlandi.

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um verndun kóralsvæða sem tekur gildi 15. september næstkomandi.

Samkvæmt henni verða allar veiðar nema veiðar á uppsjávarfiski með flotvörpu og hringnót bannaðar á tilteknum afmörkuðum svæðum í Skeiðarárdýpi, Lónsdýpi, úti af Lónsdýpi og Papagrunni, í landgrunnskantinum við Papagrunn og í Rósagarðinum.
Nánari upplýsinga eru á vef Fiskistofu.