laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný Skinney SF komin heim til Hornafjarðar

7. apríl 2009 kl. 15:49

Nýja Skinney SF, sem smíðuð var á Taiwan, kom til heimahafnar á Hornafirði í dag í fyrsta sinn eftir um það bil tveggja mánaða siglingu frá smíðastað. Þetta er fyrra skipið af tveimur sömu gerðar sem Skinney-Þinganes hf. lætur smíða fyrir sig á Taiwan.

Eins og skýrt hefur verið frá í Fiskifréttum lá leið Skinneyjar á heimsiglingunni meðal annars um sjóræningjaslóðir úti fyrir Sómalíu en allt gekk að óskum og skipverjar urðu ekki fyrir neinum óþægindum.

Nýja Skinney SF er tæplega 29 metra löng, 9,20 metra breið og með aflvísi 1600, með öðrum orðum sniðin að reglum sem heimilar skipinu að veiða upp að þremur mílum frá landi.

Skinney SF er fjölveiðiskip útbúið til veiða með netum, snurvoð og trolli.